Sunday, November 02, 2008

Færeyinga saga

heimskringla.no - Færeyinga saga: "1. kapítuli

Maður er nefndur Grímur kamban; [1] hann byggði fyrstur manna Færeyjar. En á dögum Haralds hins hárfagra flýðu fyrir hans ofríki fjöldi manna; [2] settust sumir í Færeyjum og byggðu þar, en sumir leituðu til annarra eyðilanda.
Auður hin djúpauðga fór til Íslands og kom við Færeyjar og gifti þar Ólöfu dóttur Þorsteins rauðs, og er þaðan kominn hinn mesti kynþáttur Færeyinga, er þeir kalla Götuskeggja, er byggðu í Austurey."